Segir ríkið hafa „afhent“ Grinvíkingum peninga
Orðaval segir oft miki um þau sem tala hverju sinni. Jón heitir maður og Sigurðsson. Hann er líka forstjóri Stoða, sem er einskonar braskfyrirtæki. Jón þessi skrifaði bréf. Mogginn birtir bréfið. Þar segir meðal annars:
„Í bréfinu víkur Jón að umræðu um efnahagsmál þar sem tekist sé á um það hvort stýrivextir Seðlabankans séu of háir um þessar mundir og hvort réttlætanlegt sé að hefja lækkunarferli síðar í þessum mánuði (tilkynnt verður um ákvörðun peningastefnunefndar 21. ágúst nk.). Þar telur Jón að ákveðinnar meðvirkni hafi gætt í umræðunni hjá mörgum álitsgjöfum með stefnu Seðlabankans. Hann bendir á að verðbólga undanfarna 12 mánuði án húsnæðis sé 4,2% en 6,3% með húsnæði og nefnir í kjölfarið að hækkun á húsnæði að undanförnu hafi að stórum hluta verið drifin áfram af fjármunum sem ríkið hafi afhent Grindvíkingum vegna uppkaupa á húsnæði þeirra vegna jarðhræringa en einnig vegna inngripa ríkisins á fasteignamarkaði með eftirspurnardrifnum aðgerðum.“
Grindvíkingum hefur ekki verið afhent eitt né neitt. Nýtt félag var stofnað sem annast uppkaup, það er kaup, á íbúðarfasteignum Grindvíkinga. Orðalagið er besta falli ósmekklegt.