- Advertisement -

Segir ráðherrann vilja tilvísanir til að fólk eigi kost á áfengismeðferð

„Stærstur hluti þeirra sem eru á biðlista á Vogi hringja sjálfir og óska eftir innlögn,“ segir ráðherra. „Enginn læknir myndi stoppa mann sem væri búinn að taka þá ákvörðun, og ná þeim áfanga, að hann þyrfti að skrá sig í meðferð á Vogi,“ segir Sigmundur Davíð.

„Þingmaður okkar, Sigurður Páll Jónsson, spurði ráðherrann út í biðlistann á Vogi. Þá var svarið það að biðlistarnir, eftir að komast á Vog, væru öðruvísi en aðrir biðlistar í heilbrgiðiskerfinu vegna þess að það fólk væri ekki búið að fara í gengum faglegt ferli. Einstaklingar, einsog ráðherrann orðaði það, geta bara skráð sig á listann sjálfir. Án þess að hafa farið til læknis sem þá væntanlega fyllir út eitthvað eyðublað B371K, til að viðkomandi megi fara á biðlistann á Vogi. Þetta taldi ráðherrann ómögulegt. Hún taldi að menn færu framhjá kerfinu með því að skrá sig á biðlistann á Vogi,“ sagði formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.

Þarna vitnaði hann til ræðu Svandísar Svavarsdóttur frá því í lok maí vor. Svandís sagði orðrétt:

„Stærstur hluti þeirra sem eru á biðlista á Vogi hringja sjálfir og óska eftir innlögn. Til viðbótar koma formlegar beiðnir frá fagaðilum, t.d. Landspítala og barnaverndarnefndum. Biðlistinn á Vog er því öðruvísi byggður upp en biðlistar almennt í heilbrigðisþjónustunni þar sem einungis fagaðilar skrá einstaklinga á biðlista. Biðtími á biðlista inn á sjúkrahúsið Vog er mislangur eftir eðli vandans og hefur sjúkrahúsið Vogur lagt áherslu á það að flokka þá sem bíða eftir því hver þörfin er. Er þar lagt mat á heilsufarslega og félagslega þætti til þess að skapa ákveðinn forgang.“

Sigmundur Davíð sagði um þetta: „Lítum aðeins  á raunveruleikann. Dettur einhverjum í hug að maður kæmi til læknis og segðist kominn að þeirri niðurstöðu að hann þyrfti að leggjast inn á sjúkrahúsið Vog. Dettur einhverjum í hug að einhver læknir myndi svara; nei, láttu nú ekki svona, viltu ekki bara prófa að færa þig yfir í léttvín það er alltof langur biðslisti á Vog.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Enginn læknir myndi stoppa mann sem væri búinn að taka þá ákvörðun, og ná þeim áfanga, að hann þyrfti að skrá sig í meðferð á Vogi. Og ætla þá að búa til nýja hindrun í kerfinu sem í fyrsta lagi myndi draga úr því að fólk kæmist alla leið. Og í öðru lagi að gera kerfið miklu óskilvirkara og dýrara einsog öll þessi kerfishugsun sem er ríkjandi í þessu marxíska heilbrigðiskerfi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: