Fréttir

Segir nafna sinn ekki svara verðan

By Miðjan

April 09, 2019

„Vegna orða háttvirts þingmanns Þorsteins Víglundssonar hér í pontu og á miðlum ljósvakans og þeirra dylgna sem þar hafa komið fram vil ég aðeins segja: Þetta er ekki svaravert.!

Þetta sagði Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki um þau orð Þorsteins Víglundssonar, sem Miðjan greindi frá fyrir skömmu.

En andsvars Þorsteins Sæmundssonar var víst ekki hans helsta erindi í ræðustól Alþingis í dag.

Samkvæmt samgönguáætlun eru framkvæmdir áætlaðar við Skjálfandafljótsbrú á öðru tímabili samgönguáætlunar, árin 2024–2028. Ef við horfum til þeirrar sviðsmyndar að það gangi eftir á seinni hluta annars tímabils, sem er ekki lögmál, það er þá fyrir 2028, verður það að teljast óásættanlegt fyrir þá vegfarendur sem þarna eiga leið um.“

„Mig langar að þessu sinni að fjalla um samgöngur á Norðurlandi og benda þingheimi á tvær slysagildrur í vegakerfi þar. Annars vegar er það brúin yfir Skjálfandafljót sem er einbreið og komin til ára sinna. Hún er barn síns tíma, enda byggð fyrir u.þ.b. 85 árum. Á henni eru þungatakmarkanir og vegna þess þurfa stærri flutningabílar að fara yfir Fljótsheiði á leiðinni frá Akureyri til Húsavíkur. Hugmyndir hafa lengi verið uppi um að færa núverandi brúarstæði suður fyrir Húsabakka. Ástand brúarinnar er með þeim hætti að festa fyrir vegrið er léleg og talsvert mál og mjög kostnaðarsamt að laga og yrði vart verjandi, enda yrði brúin eftir sem áður einbreið. Einnig er rétt að vekja athygli þingheims á brúnni yfir Goðafoss sem líka er einbreið og aðkoma að þeirri brú er mjög varasöm. Þar hafa orðið endurtekin slys, enda Goðafoss sífellt vinsælli viðkomustaður ferðamanna. Nú er svo komið að yfir 3.000 bílar fara yfir brúna daglega og því er brýnt að hefjast handa við byggingu tvíbreiðra brúa á þessum stöðum sem allra fyrst.

Goðafoss. Mynd: trolli.is.