- Advertisement -

Segir Miðflokkinn vera ósóma

Bára og þingmennirnir sem sátu að drykkju á Klausturbarnum.

Hjörleifur Hallgríms á Akureyri hefur verið ein dyggasti stuðningsmaður Miðflokksins. Nú bregður svo við að Hjörleifur fer ófögrum orðum um flokkinn og hann ver Birgi Þórarinsson og segir hann hafa yfirgefið ósómann þegar hann sagði sig úr Miðflokknum, nýkjörinn þingmaður í hans nafni.

„Upp­hafið er Klaust­ur­málið, sem er enn verið að núa mönn­um um nas­ir, þar sem Birgi rétti­lega of­bauð og lét það í ljós. Var hon­um aldrei fyr­ir­gefið það, sem svo kom illi­lega niður á hon­um og sér­stak­lega frá ára­mót­um er menn úr flokkn­um fundu veru­lega að fram­boði hans og lögðu ekki stein held­ur steina í götu hans, sem svo hélt Miðflokkn­um á floti í kosn­ing­un­um,“ segir í nýrri Moggagrein Hjörleifs.

Hjörleifur sakar Gunnar Braga um eitthvað sem ekki er skýrt nánar en svona:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Fram­lag Gunn­ars Braga nokkr­um dög­um fyr­ir kosn­ing­ar var kornið sem fyllti mæl­inn en Birg­ir tók samt þá ákvörðun að taka slag­inn sig­urviss og vann auðvitað en yf­ir­gaf síðan ósómann.“

Og greinin endar svona:

„Það er full­yrt að kveða hefði mátt Klaust­ur­málið niður strax ef rétt hefði verið staðið að mál­um, burt­séð frá inn­leggi Báru. Birgi eru val­in því­lík stór­yrði og skít­kastið hef­ur verið í há­marki, jafn­vel frá fólki sem hef­ur ekki hug­mynd um alla mála­vöxtu og sak­ar hann um svik við kjós­end­ur. Ég hef ekki enn skilið mun­inn á svik­um við kjós­end­ur hvort sem viðkom­andi seg­ir sig úr sín­um flokki tveim­ur vik­um, mánuði eða tveim­ur árum eft­ir kosn­ing­ar, þótt vissu­lega sé þetta um­talaða at­vik óvenju­legt.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: