„Þetta sjáum við æ oftar, að falsvísindi séu notuð til að tala gegn loftslagsvánni. Það er ömurlegt að sjá þetta í íslenskri pólitík, en fínt að Sigmundur Davíð og Miðflokkurinn hafi sýnt það svo glöggt að vera í hópi þeirra sem beita lygum og blekkingum. Pólitíkin á eftir að snúast um það í æ meiri mæli. Ég sagði í ræðu minni í gær að við ættum ekki að sýna þeim sem afneita hlýnun af mannavöldum neina meðvirkni. Þau sem styðja Miðflokkinn eru að gefa slíkum blekkingum og falsvísindum sitt samþykki,“ skrifar Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.