- Advertisement -

Segir meira um Maskínu en Samfylkinguna

Gunnar Smári skrifar:

Sem fyrr mælir Maskína Samfylkinguna stærsta flokka. Það var líka svo í desember í fyrra. Þá mældist Sjálfstæðisflokkurinn stærstur flokka hjá Gallup og MMR. Þessi könnun Stöðvar 2 segir líklega meira um kannanir Maskínu, en raunverulega stöðu flokkanna. Svo virðist sem Maskína spyrji ekki um Sósíalistaflokkinn, sá flokkur er ekki valkostur fyrir svarendur.

Hér er könnun Maskínu frá desember 2018, þá var Samfylkingin líka stærst, og er það eina könnunin sem hefur sýnt þá stöðu. Þar til nú. Samfylkingafólk ætti því að ganga hægt um gleðinnar dyr.



Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: