- Advertisement -

Segir kynjakóta andstæða jafnrétti

„Ég held að kynjakvótar séu bara almennt andstæðir jafnrétti, þetta fer ekki saman,“ sagði Brynjar Níelsson í þingræðu um viðurlög vegna kynjamismun í stjórnum fyrirtækja.

„Þetta er þvingunaraðgerð. Þetta er aðför að hinu frjálsa ríki, frjálsa samfélagi. Ég veit ekkert hvaða afleiðingar þetta mun hafa, verði málið að lögum. Einhverjir munu verða beittir refsingum, aðrir munu fá einhvern af hinu kyninu inn í fyrirtækið. Ég hef það á tilfinningunni að margir haldi að stjórn fyrirtækja skipti engu máli, þar geti hver sem er verið, eins og þetta sé bara eitthvert form. Ef einhver stjórnarmaður á að nýtast, ég tala nú ekki um í sérhæfðum atvinnurekstri, þarf hann að hafa þekkingu á því og starfa í greininni. Það er mjög misjafnt hvernig kynin starfa í greinum. Ég held að þetta geti að einhverju leyti haft alvarlegar afleiðingar, kannski ekki miklar, kannski bara engar, ég veit það ekki. En það má alla vega búast við því að hrammur ríkisvaldsins nái sér í pening á kostnað atvinnulífsins að einhverju leyti og við getum hugsanlega fengið stjórn eða hluta af stjórn sem ekki er gagnleg fyrirtækinu. Þetta getur líka skapað óeiningu innan fyrirtækja. Ef það eru þannig aðstæður í fyrirtækjunum, t.d. þrír eigendur eða fimm, og vilja allir vera í stjórn og svo missir einhver hluta af því valdi í stjórninni. Það getur haft afleiðingar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: