- Advertisement -

Segir Kolbein vera áburðardreifara VG

„Vísbendingarnar birtast nú hver af annarri. Þið sjáið í hvað stefnir. Það styttist greinilega í orkupakkann. Það er bara spurning hvað á að kasta mörgum drullukökum áður.“


„Svo sé ég að VG eru búnir að setja áburðardreifarana sína af stað. M.a. þingmann sem hefur aldrei skorast undan slíku frá því að hann var blaðamaður á Fréttablaðinu og notaði ófáar forsíður og aðrar greinar til að útskýra hvað það væri glatað hjá mér að þvælast fyrir Icesave,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Facebook, og reynir þar með að svara Kolbeini Óttarssyni Proppe, þingmanni VG sem rakti aðkomu Sigmundar Davíðs að orkupakkamálinu, meðan hann var forsætisráðherra.

Ljóst er að Sigmundur Davíð tekur til varna. Hann verst því að hvorki hann né Gunnar Bragi Sveinsson mættu á fund utanríkisnefndar. Hann reynir ekki að verjast að orðum formanns nefndarinnar, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem felldi orð Sigmundar Davíðs um að þeir hafi ekki verið boðaðir á fundinn.

Sigmundur Davíð upplýsir að það séu ekki bara þingmenn Miðflokksins sem mæti ekki á nefndarfundi. Halda  má að skrópasótt sé algeng meðal þingmanna allra flokka.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Frá viðtali Jóhönnu Vigdísar við Sigmund Davíð.

Niðurstaða formanns Miðflokksins eftir afleita frammistöðu hans í sjónvarpsviðtali er víst þessi:

„Vísbendingarnar birtast nú hver af annarri. Þið sjáið í hvað stefnir. Það styttist greinilega í orkupakkann. Það er bara spurning hvað á að kasta mörgum drullukökum áður. 
Því fleiri sem þær verða því betra. Hvert tilvik er fyrst og fremst áminning um að stuðningsmenn O3 skorti rök og fari því í mennina en ekki málin.

Og ekki skemmir fyrir að maður fyllist nostalgíu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: