- Advertisement -

Segir Katrínu niðurlægja Sjálfstæðisflokk

Út úr því kom alveg handónýtt mál eins og reynsla áranna sem eru liðin síðan sýnir.

„Þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Orri Páll Jóhannsson, sagði að málið hefði að vísu verið afgreitt úr þingflokki Vinstri grænna en bara að því leyti að þingflokkurinn væri til í að málið yrði rætt; hann lýsti ekki einu sinni yfir stuðningi við ríkisstjórnarfrumvarp. Þegar mál eru afgreidd úr ríkisstjórn njóta þau þar með stuðnings ríkisstjórnarinnar nema hugsanlega að sérstakir fyrirvarar séu settir á því stigi,“ sagði Sigmundir Davíð Gunnlaugsson í þingræðu um útlendingamálið.

„Ég ætlaði að nefna orð Helgu Völu Helgadóttur sem lagði til að tekist yrði á við þennan vanda, þetta mál, og þá stöðu sem það er komið í, með því að skipa þverpólitíska nefnd. Nú ætla ég bara að veita hæstvirta ríkisstjórn þau ráð að fara ekki að þeirri tillögu því að þessi vandi sem við erum í er að miklu leyti til kominn með vinnu þverpólitískrar nefndar þegar ráðherra Sjálfstæðisflokksins tók upp á því á sínum tíma að skipa þverpólitíska nefnd um endurskoðun þessara útlendingalaga, í raun að skrifa ný útlendingalög, og undir forystu þingmanns stjórnarandstöðunnar. Út úr því kom alveg handónýtt mál eins og reynsla áranna sem eru liðin síðan sýnir,“ sagði formaður Miðflokksins.

„Það var ekki annað að heyra en að forsætisráðherrann ætlaði að reyna að stuðla að því að á þessu yrðu gerðar enn meiri breytingar til að niðurlægja Sjálfstæðisflokkinn enn meira. Þá vitum við ekkert hvað út úr því kemur.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og síðar:

„Það veldur manni stundum áhyggjum þegar þeir sem leggja fram boðað mál, meirihlutinn, sjá ekki ástæðu til að taka þátt í umræðunum og styðja við eigin mál, hvað sem veldur, hvort sem það er vegna þess að ekki er samstaða um þetta í ríkisstjórninni — Sjálfstæðisflokkurinn, hugsanlega orðinn ósáttur við afraksturinn, rýrðina. Enda — já, ég gleymdi að nefna það líka — var það þingflokkur Sjálfstæðismanna sem gerði fyrirvara við málið við afgreiðslu þess úr þingflokknum. Það fór hraðar í gegnum þingflokk Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Framsóknarflokksins en Sjálfstæðisflokksins. Þar stoppaði það og gerðir voru einhverjir fyrirvarar sem við vitum ekki enn hverjir voru en virtust lúta að því hversu rýrt þetta væri orðið.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: