- Advertisement -

Segir Katrínu aldrei svara sér

„Hvernig ætlar hún að beita sér fyrir því að loftslagsmálin verði sett af alvöru á dagskrá Norðurskautsráðsins en ekki farið eftir Trump-stjórninni og stuðningsfólki hennar í Bandaríkjunum?“

„Ég ítreka spurningu mína af því að það er lenska að svara ekki — við höfum verið hér heilan vetur og ég held að ég hafi aldrei fengið svör við spurningum sem ég hef beint til hæstvirts forsætisráðherra,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sem efast um dug ríkisstjórnarinnar meðan Ísland fer með formennsku í Norðurskautsráðinu.

„Háttvirtur þingmaður kvartar yfir að fá engin svör. Ég hvet háttvirtan þingmann til að kynna sér formennskuáætlun Íslands sem hún ætti nú að þekkja, verandi í utanríkismálanefnd. Þar eru markmiðin sett fram með skýrum hætti hvað varðar loftslagsmál,“ svaraði Katrín Jakobsdóttir.

Áður sagði Þorgerður Katrín: „Ég ætla rétt að vona að ríkisstjórn Íslands og sérstaklega forsætisráðherra fari ekki og lyppist niður eins og hefur verið gert, t.d. varðandi hvalamálin, og láti undan stefnu Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að málefnum í loftslagsmálum og -stefnunni. Þar hefur ríkisstjórnin skilað að mínu mati lágmarkssamnefnara þegar kemur að stefnu í loftslagsmálum. Það eru ákveðin fyrirheit, fínt, en þetta eru lágmarksfyrirheit eftir uppskrift Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að loftslagsmálum.“

Og svo þetta: „Hvernig ætlar hún að beita sér fyrir því að loftslagsmálin verði sett af alvöru á dagskrá Norðurskautsráðsins en ekki farið eftir Trump-stjórninni og stuðningsfólki hennar í Bandaríkjunum?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: