Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar, þar sem fulltrúar Alþýðusambands Íslands sátu, að hann skilji ekki fullyrðingar launþega og atvinnurekenda um að uppi væri forsendubrestur vegna ákvarðana kjararáðs.
Brynjar sagði verðbólgu vera undir mörkum, laun þeirra sem heyra undir kjararáð hafi verið lækkuð og síðan hafi þau verið fryst.
„Að forsendur séu brostnar er mér óskiljanlegt,“ sagði þingmaðurinn.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, frá ASÍ, sagðist vilja vitna í samkomulag þar sem væri viðmiðunartilaga með launahækknum og dagsetningum.
Þú gætir haft áhuga á þessum