- Advertisement -

Segir Drífu hafa viljað fresta launahækkunum

Vilhjálmur Birgisson er ekki sáttur með hvernig sagt er frá ágreiningnum innan ASÍ.

„Málið er að Samtök atvinnulífsins óskuðu eftir því bréflega við samninganefnd ASÍ á fimmtudaginn fyrir tæpri viku síðan að verkalýðshreyfingin myndi fresta þeim launahækkunum sem komu til framkvæmda í dag.

Kom þessi ósk SA vegna þess ástandsins sem nú ríkir á íslenskum vinnumarkaði og þeirra fjöldauppsagna sem hafa átt sér stað, en í dag eru um 20% launafólks annað hvort í skertu starfshlutfalli eða á fullum atvinnuleysisbótum.

Þessi ósk Samtaka atvinnulífsins var rædd bæði á samningafundi ASÍ á fimmtudag og föstudag og allir í samninganefndinni voru sammála um að staðan væri grafalvarleg á vinnumarkaðnum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég hafnaði þessari leið algerlega.

Það er mjög mikilvægt að allir hafi vitneskju um að forseti ASÍ lagði fram tillögu á samningafundi ASÍ um að farið yrði í víðtækt samkomulag með stjórnvöldum og opinberu félögunum sem laut m.a. að því að öllum launahækkunum yrði frestað, öllum líka hjá opinberum starfsmönnum.

Ég hafnaði þessari leið algerlega, enda afar mikilvægt að fólkið fengi sínar launahækkanir eins og samið hafi verið um. En var hins vegar tilbúinn að fara aðra leið en fresta launahækkunum eins og forseti ASÍ lagði til, en sú leið var að lækka tímabundið mótframlag atvinnurekenda úr 11,5% í 8%

Þessari leið hafnaði meirihluti samninganefndar ASÍ og var ákveðið að gera ekki neitt. En sannleikurinn er sá að forsetinn lagði til að fresta öllum launahækkunum á íslenskum vinnumarkaði, en segir núna að lækka framlög tímabundið í lífeyrissjóði sé of stórbiti til að kyngja, en var hins vegar tilbúin að kyngja að fresta öllum launahækkunum hjá öllu launafólki á Íslandi í þríhliða samkomulagi.

Þessi lífeyrisleið hefði tryggt launafólki sínar launahækkanir og vonandi tryggt að 200, 400, 600 eða jafnvel þúsundir starfa okkar félagsmanna hefðu bjargast!“

Gunnar Smári skrifar og spyr:

Það er svo sorglegt að maður er eiginlega lamaður.

„Kom ekki til greina Vilhjálmur Birgisson að hafna þessum almennu aðgerðum, að skera niður launakostnað allra fyrirtækja, frá þeim sem eru í reynd ekki með neinn rekstur (og sem svona aðgerð breytir engu hjá) og upp í Samherja, Kviku, Bónus, Sjóvá og fyrirtæki sem eru ekki að taka á sig neitt högg. Og bjóða upp á viðræður um aðgerðir vegna fyrirtækja sem eru í algjörri stöðvun og þeirra sem sannarlega hafa tekið á sig högg?

Svo verð ég að segja að mér finnst óendanlega sorglegt að fylgjast með ósættinu innan Alþýðusambandsins, á þessum tímum þegar það er óendanlega mikilvægt að samtök almennings mæti sterk til leiks, taki að sér að móta aðgerðirnar en séu ekki aðeins að svara tillögum SA, Viðskiptaráðs, SFS og annarra hagsmunasamtaka fyrirtækja- og fjármagnseigenda. Fyrstu fórnarlömb kórónafaraldursins virðast ætla að verða SÁÁ og ASÍ. Það er svo sorglegt að maður er eiginlega lamaður.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: