- Advertisement -

Segir borgina vera tilraunadýr Össurar

„Bingóið í gegnum útboð á rafmagnsvögnum þekkja allir og hverjir eru eigendur Yutong Eurobus ehf. þ.m.t. fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra. Hagsmunirnir eru það miklir fyrir umboðsaðilann að Strætó bs. er tilraunadýr fyrir markaðssetningu vagnanna á Norðurlöndunum og Reykjavíkurborg undir stjórn Dags B. Eggertssonar tekur þátt í því,“ þannig bókaði Vigdís Hauksdóttir Miðflokki á síðasta fundi borgarráðs.

„Í sömu andrá er gagnrýnt að keyptir séu inn rafmagnsvagnar og bylgjað um að um stórt samsæri Samfylkingarinnar með Kínverjum sé að ræða,“ svaraði meirihlutinn.

„Staðreyndir eru ekki samsæri. Viðskipti Strætó voru gerð í gegnum Yutong Eurobus Scandinavia AS, sem er norskt dótturfélag hins íslenska fyrirtækis GTGroup ehf., sem einnig er aðaleigandi umboðs Yutong ehf. á Íslandi. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður og utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, er stjórnarformaður Yutong Eurobus Scandinavia AB, umboðsaðila vagnanna, síðan 2018. Á heimasíðu félagsins er/var kynningarefni sem snýr að því að Strætó bs. er tilraunaverkefni fyrir félagið á Norðurlöndunum og eru stiklur sýndar af rafmagnsvögnunum í virkni í Reykjavík,“ þannig svaraði Vigdís.

Fyrr bókun Vigdísar:

Bingóið í gegnum útboð á rafmagnsvögnum þekkja allir.

„Það er mjög ámælisvert hvað Strætó bs. er lengi að svara fyrirspurnum borgarfulltrúa til skriflega. Þessi fyrirspurn var lögð fram í borgarráði þann 26. mars sl. eða fyrir hálfu ári. Samkvæmt starfsreglum borgarráðs á að svara fyrirspurnum kjörinna fulltrúa innan þriggja vikna. Áberandi hefur verið í svörum frá Strætó bs. hvað þau eru innihaldslaus og rýr og eins og áður segir lengi að berast. Strætó hefur keypt 59 vagna frá ársbyrjun 2010. Þar af eru einungis tveir metan vagnar. Það eitt og sér er stórfurðulegt því á svipuðum tíma var lagður grunnur hjá öðru bs. félagi borgarinnar, SORPU bs um stórkostlega framleiðslu metans til sölu m.a. á strætisvagna. Hins vegar hafa verið keyptir 14 rafvagnar og 43 díselvagnar. Athyglisvert er að bera saman verð á strætisvögnum. Rafvagn kostaði þá 60 milljónir, díselvagn 35 milljónir og metanvagn 41,5 milljónir. Enn er keyrð sú stefna að festa kaup á díselvögnum sem menga mest. Bingóið í gegnum útboð á rafmagnsvögnum þekkja allir og hverjir eru eigendur Yutong Eurobus ehf. þ.m.t. fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra. Hagsmunirnir eru það miklir fyrir umboðsaðilann að Strætó bs. er tilraunadýr fyrir markaðssetningu vagnanna á Norðurlöndunum og Reykjavíkurborg undir stjórn Dags B. Eggertssonar tekur þátt í því.“

Svar meirihlutans:

…dylgjað um að um stórt samsæri Samfylkingarinnar með Kínverjum að ræða.

Bókun áheyrnarfulltrúans er undarleg. Strætó kaupir inn hagstæðustu, og á undanförnum árum umhverfisvænustu vagnana hverju sinni. Umhverfisstefna Strætó gerir ráð fyrir kolefnishlutleysi árið 2030 og þess vegna hafa nær eingöngu verið keyptir inn rafmagnsvagnar og metanvagnar frá árinu 2016, ef undanskilin er einn díselvagn. Það er því ekki rétt að mengandi stefna um díselvagnakaup sé keyrð innan strætó og vekja þau ummæli furðu. Í sömu andrá er gagnrýnt að keyptir séu inn rafmagnsvagnar og dylgjað um að um stórt samsæri Samfylkingarinnar með Kínverjum sé að ræða. Hvað varðar metan, þá mun SORPA finna kaupendur á þeirri vöru.Gas- og jarðgerðarstöðin, GAJA, sparar 90.000 tonn af CO2-ígildi ef metanið er brennt á staðnum en sparar 100.000 tonn af CO2 ígildum ef metaninu er komið í vinnu. Ávinningurinn af sölu metansins er því 10.000 CO2 tonn. Minnkun á útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 90.000 tonna af co2 er ígildi þess að taka 30.000 til 45.000 bíla úr umferð á ári, GAJA er því gríðarlega stórt skref í minnkun á útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

Seinni bókunVigdísar:

Staðreyndir eru ekki samsæri.

Staðreyndir eru ekki samsæri. Viðskipti Strætó voru gerð í gegnum Yutong Eurobus Scandinavia AS, sem er norskt dótturfélag hins íslenska fyrirtækis GTGroup ehf., sem einnig er aðaleigandi umboðs Yutong ehf. á Íslandi. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður og utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, er stjórnarformaður Yutong Eurobus Scandinavia AB, umboðsaðila vagnanna, síðan 2018. Á heimasíðu félagsins er/var kynningarefni sem snýr að því að Strætó bs. er tilraunaverkefni fyrir félagið á Norðurlöndunum og eru stiklur sýndar af rafmagnsvögnunum í virkni í Reykjavík. Sjón er sögu ríkari. SORPU bs. snúningurinn í gagnbókun meirihlutans er mikil vörn fyrir metanframleiðslu GAJA sem brennd er út í loftið því engir kaupendur eru að metaninu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: