- Advertisement -

Segir borgina styrkja skattsvikara

„Fullyrt er að félögin stundi skattasniðgöngu og ýmis önnur lögbrot. Samt ætlar Reykjavík að leggja nýjar átta milljónir inn í hátíðina 2020. Reykjavíkurborg þarf að endurskoða reglur sínar á þann hátt að ekki verði veittir styrkir til aðila sem standa í málaferlum, stundi skattasniðgöngu eða skuldi þriðja aðila,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir á fundi borgarráðs.

Tilefni bókunarinnar er að Secret Solstice tónlistarhátíðin skuldaði Reykjavíkurborg 19 milljónir króna vegna tónlistarhátíðarinnar sem haldin var 2018, að sögn Vigdísar.

„Meirihlutinn í Reykjavík ákvað að veita styrk að upphæð átta milljónir króna og restin yrði greidd á umsömdum gjalddögum. Samkvæmt nýjum gögnum frá Reykjavíkurborg kemur í ljós að Secreet Solstice er rekin af a.m.k. þremur mismunandi félögum og virðist algjör hending ráða því hvaða félag er látið taka að sér hvaða skuldbindingu vegna rekstursins. Þá er fullyrt að aðstandendur hátíðarinnar hafi gefið Reykjavíkurborg rangar og misvísandi upplýsingar um eignarhald félaganna, aðkomu þeirra að hátíðinni og héldu því ranglega fram að félögin myndu greiða eða yfirtaka skuldir fyrri rekstraraðila.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: