- Advertisement -

Segir Bjarna vinna að greinargerð að breyttum útreikningi vísitölunnar

Þorsteinn Sæmundsson.

„Ég tók eftir því að þegar hún ræddi samráð við verkalýðshreyfinguna minntist hún ekki á eitt atriði sem ákveðinn hluti verkalýðshreyfingarinnar, og kannski sá ferskasti, hefur talað mjög fyrir, þ.e. vaxtaokri og afnámi á vísitölu eða breytingu á vísitölugrunni í verðtryggðum lánum almennings,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson í þingræðu í gær og spurði Katrínu Jakobsdóttur.

„Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra hvort það hafi ekki komið til umræðu vegna þess að samþykkt var á þingi í fyrra sárameinlaus tillaga um að málið yrði skoðað og átti að koma svar fyrir 1. desember sl. Annaðhvort hefur svarið farið fram hjá mér eða það hefur ekki komið fram. Mig langar því að spyrja ráðherra hæstvirtum hvort málið hafi ekki komið til umræðu á hinum svokölluðu samráðsfundum og hvort það sé kannski ekki ætlunin að taka það upp á þeim vettvangi.“

Katrín svaraði því til að það væri rétt hjá Þorsteini að hún hafi ekki nefnt þetta mál, og sagði svo: „Það þýðir ekki að önnur mál hafi ekki verið til umræðu. Þeirra á meðal hafa svo sannarlega verið málefni verðtryggingar og sömuleiðis hefur húsnæðisliður í neysluvísitölu verið ræddur. Það liggur fyrir að í undirbúningi hefur verið greinargerð um það mál af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytis. Ég tel að við eigum von á henni í þessum mánuði, janúarmánuði. Það var von á henni í desember en hún frestaðist fram í janúar. Ég vænti þess að í kjölfarið munum við taka þau mál til umræðu hér á þingi.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: