Fréttir

Segir Benedikt vera ísmeygi­lega út­gáfu af po­púl­ista

By Miðjan

December 08, 2020

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma á Siglufirði, sendir Benedikt Jóhannessyni, stofnanda Viðreisnar, kalda gusu í Mogganum í dag. Ólafur segir Benedikt beiti fyrir sig reikningskúnstum. Svo segir Ólafur:

„Bene­dikt bregður gjarn­an yfir sig blæju frjáls­lynd­is, víðsýni og sann­girni. En bak við grím­una er maður sem hirðir ekki um staðreynd­ir, beit­ir talna­brell­um til þess að leiða upp­lýsta umræðu af vegi. Hann reyn­ir að læða inn þeim ótta að út­gerðar­menn séu að eign­ast allt Ísland. Það er lík­lega af ráðnum hug að hann not­ar alltaf orðið út­gerðar­menn í stað sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, enda er það í takt við skrum­skæl­ingu hans um að sjáv­ar­út­veg­ur hafi að geyma ör­fáa ein­stak­linga sem maka krók­inn. Það er auðvitað fjarri sanni.

Bene­dikt seg­ist vera maður frjáls­lynd­is, sann­girni og víðsýni, en er bara, þegar nán­ar er að gáð, ísmeygi­leg út­gáfa af po­púl­ista.“