- Advertisement -

Segir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn bera saman epli og appelsínur

Alþingi „Hér hefur aðeins verið rætt um spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þar er verið að bera saman epli og appelsínur. Þær greiningar sem við höfum séð eru á þann veg að það er einfaldlega ekki verið að bera saman sömu hluti,“ sagði fjármála- og efnahagsmálaráðherra Íslands, Sigurður Ingi Jóhannsson.

„Við höfum verið í samtali við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ef við tökum tillit til þeirra breytna og berum saman sömu forsendur þá er óverulegur munur á þeim spám. Hér hefur líka verið rætt um að menn hafi misst trú á að verðbólgan sé að fara niður. Ég held að það sé rangt. Hér erum við búin að sjá verulegan samdrátt einkaneyslu og samdrátt í samfélaginu og spurning hvort hann gerist kannski enn hraðar og verði of mikill ef við gætum okkar ekki,“ sagði ráðherrann og hafði nokkuð til síns máls.

Hér stefnir í stórastoppið. Allt bendir til að vaxtaokrið verði til þess að heimilin og minni fyrirtæki strandi á skeri. Öðru máli kann að gegna hjá þeim fyrirtækjum sem gera upp í evru eða dollar og hafa bankaviðskipti erlendis.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ýmislegt annað þarf hins vegar að fylgja með sem við væntum og þar mun skipta mjög miklu máli að ákveðin óvissa er úr sögunni, þ.e. að fyrir liggur fjögurra ára langtímakjarasamningar á almennum markaði; það mun skipta gríðarlegu máli um verðbólguvæntingar framtíðarinnar,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.

Úr ræðu sem Sigurður Ingi hélt á Alþingi 22. apríl í vor.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: