Ein svakalegasta samsæriskenningin sem hefur heyrst eða sést lengi lengi birtist í leiðara Davíðs ritstjóra í dag. Hann dregur þrjá flokka í eitt mengi; samfylkingarflokkana. Þar eru Samflykingin og svo Viðreisn og Píratar. Hann telur að flokkunum þremur sé sérlega illa við atvinnulíf á landsyggðinni.
„Engin skýring hefur fengist á viðvarandi fjandskap samfylkingarflokkanna við grunngreinar íslensks atvinnulífs, ekki síst atvinnulífsins á landsbyggðinni. Þó verður að teljast líklegt að fjandskapurinn skýrist af áhuganum á að koma Íslandi inn í Evrópusambandið og að samfylkingarflokkarnir telji til dæmis að öflugur sjávarútvegur, sem ólíkt sjávarútvegi ESB stendur á eigin fótum og skilar miklu til samfélagsins, þvælist fyrir Evrópusambandsdraumnum.“
Engin sýnileg ástæða er til að gera mikið úr flokkunum þremur. En þetta er um of. Er ritstjóranum full alvara? Telur hann í alvörunni að þingmenn þessara flokka ætli, komist þeir til valda, að fórna sjávarútvegi og landbúnaði?
Auðvitað ekki. Þessi orð Davíðs falla í góðan jarðveg í Borgartúni 35. Hvergi annarsstaðar.