- Advertisement -

Seðlabankinn veikir krónuna

Sérfræðingar Landsbankans segja að ljóst að Seðlabankinn hafi keypt mun minna af gjaldeyri þá daga þegar krónan hefur veikst en þegar hún hefur styrkst.

„Seðlabankinn tilkynnti þann 8. febrúar sl., samhliða yfirlýsingu peningastefnunefndar um óbreytta vexti, að ekki væri þörf á að stækka gjaldeyrisforðann frekar og því myndu öll inngrip Seðlabankans framvegis miða að því að draga úr gengissveiflum á markaði,“ segirr í Hagsjá Landsbankans

„Þrátt fyrir það hefur Seðlabankinn verið nettókaupandi að gjaldeyri í þeim tilfellum sem krónan hefur veikst þegar ætla mætti að hann væri nettóseljandi miðað við það sem Seðlabankinn og peningastefnunefnd hafa sagt og skrifað opinberlega á síðustu vikum. Það vekur a.m.k. spurningar að Seðlabankinn sé nettókaupandi þegar krónan er að veikjast umtalsvert milli daga, enda bankinn þar með að ýta undir meiri veikingu en ella.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: