- Advertisement -

Seðlabankinn tók við fé úr skattaskjóli

Seðlabankann skortir getu, reynslu og þekkingu til að rannsaka svona mál.

Marinó G. Njálsson skrifar:

Seðlabankinn viðurkennir að hafa tekið við fé úr skattaskjóli. Hann hefur svo sem gert það áður. Núna afsakar hann sig hins vegar með því, að hann hafi ekki getað komið í veg fyrir það!

Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu Seðlabankans, þar sem hann rannsakar sjálfan sig. Hver ætli niðurstaðan hefði verið, ef hlutlaus aðili hefði verið fenginn til að rannsaka gjörðir Seðlabankans?

Þú gætir haft áhuga á þessum

…að bankinn kalli til lögreglu, þegar grunur eru um lögbrot og láti fagaðilum eftir að rannsaka þau frá grunni.

Vil rifja upp, að seðlabankastjóri sagði þegar bankinn viðurkenndi síðast að hafa tekið við peningum úr skattaskjólum, að Seðlabankinn félli ekki undir lög um peningaþvott. Ætli það hafi verið ástæðan fyrir því, að hann gat ekki komið í veg fyrir að fé úr skattaskjólum rann í gegn um hendur bankans og eigendur þess fengu góðan bónus frá bankanum?

En fyrst að bankinn er búinn að viðurkenna í rannsókn á sjálfum sér, að hafa tekið við fé úr skattaskjólum og veitt góðan bónus, ætli hann sé þá búinn að tilkynna viðkomandi aðila til lögreglu? Eða kemur það, að bankinn falli ekki undir lög um peningaþvætti, í veg fyrir að hann tilkynni lögbrot?

Ef haft er hliðsjón af hörkunni sem fjórir einstaklingar máttu sæta frá Seðlabankanum, m.a. frystingu eigna í fjöldamörg ár, þá er með ólíkindum að bankinn hafi ekki gripið til aðgerða gegn þeim sem fluttu peninga úr skattaskjólum. Allt sýnir þetta hins vegar, að Seðlabankann skortir getu, reynslu og þekkingu til að rannsaka svona mál og mæli ég með því í framtíðinni, að bankinn kalli til lögreglu, þegar grunur eru um lögbrot og láti fagaðilum eftir að rannsaka þau frá grunni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: