- Advertisement -

Seðlabanki þegir um sölu 550 fasteigna

Sigurður Ingi Jóhannsson spurði en fékk rýr svör.

Uppfært Hilda, dótturfélag Seðlabankans, tók yfir um 550 fasteignir þegar umsýsla Dróma var færð til Seðlabankans. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, spurðist fyrir um hvort lánað hafi verið kaupunum á eignunum og þá hvaða skilyrði voru sett um tryggingar fyrir greiðslu kaupverðs, hver var stefnan um vaxtakjör, var í einhverjum tilvikum vikið frá henni og ef svo er, hvers vegna?

Spurningunum beindi Sigurður Ingi til Seðlabankans sem og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Þar sem Hilda er í eigu Seðlabankans ber bankinn fyrir sig þagnarskykdu, og það meira að segja ríkri þagnarskyldu.

Takist ekki að fá svör við spurningunum er víst að almenningur fær ekki að vita hverjir keyptu eignirnar, á hversu mikið né hvernig þær voru borgaðar. Leyndin er algjör. Þetta er frétt frá því í september í fyrra. Margt hefur breyst og nú er Sigurður Ingi í kjörstöðu til að spyrja á ný. Gerir hann það?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hér er bein tilvitnun í þann kafla þar sem talað er um þagnarskylduna:

Rík þagnarskylda hvílir á starfsmönnum Seðlabanka Íslands, þ.m.t. bankaráðsmönnum, um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt.“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: