- Advertisement -

Seðlabankinn og fátæku fórnarlömbin

Óhikað er gengið að því sem gefnu að láglaunakonurnar lifi áfram á allt of lágum launum.

Öll hljótum við að vera sammála um að Eflingarkonurnar, sem nú berjast fyrir skárri launum, séu allar með allt of lág laun. Laun sem engum duga til almenns lífs. Þegar röðin er komin að þeim þá byrjar enn og aftur hinn þungi áróður.

„Ég skal ekki um það segja. En ef að höfrungahlaupið fer af stað þá höfum við séð oft áður slík hlaup á Íslandi og ættum að þekkja hvernig þau virka. Ef ég bara orða það þannig að niðurstaðan er sú að kaupmáttur eykst ekki, hjá þjóðinni, og bara öfugt,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Hann var spurður um afleiðingar þess ef Eflingarkonurnar nái að semja um ögn meira en sumir aðrir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Rúv: Sem kunnugt er er ósamið við fjölda opinberra starfsmanna og má þar nefna félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segist ekki hafa áhyggjur af því að þar verði gengið gegn lífskjarasamningnum.

„Engar sérstakar núna, við reiknum bara með að þessi viðmið sem að lífskjarasamningurinn setti að þau haldi, þau eru inni í spánum okkar, þau eru ástæðan fyrir því að við gátum lækkað vexti í dag, þannig að við gerum ráð fyrir því þar til að annað kemur fram.“

Óhikað er gengið að því sem gefnu að láglaunakonurnar lifi áfram á allt of lágum launum. Ef ekki þá fari flest fjandans til. Seðlabankastjóri, borgaryfirvöld og auðvitað Samtök atvinnulífsins sjá það sem sjálfsagðan hlut að láglaunakonurnar verði nú sem fyrr fórnarlömb. Fátæk fórnarlömb svo aðrir haldi sínu.

Þetta er ömurlegt og öllum til skammar.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: