- Advertisement -

Seðlabankinn neitar að svara áleitum spurningum um viðskipti starfsmanns

Stjórnendur Seðlabankans vísaði í starfsreglur um atvinnuþátttöku starfsmanna og setu í stjórnum. Fréttablaðið segir að svarið ekki eiga eiga við í þessu máli.

Yfirmaður í Seðlabankanum keypti eða þáði félag með ágætt eigið fé af lögmannsstofu Steinars Guðgeirssonar. Steinar hefur unnið ótal verk fyrir Seðlabankann og fjármálaráðuneytið og þegið hundruð milljóna fyrir.

Það var í nóvember 2019 sem Haukur C. Benediktsson, sem er framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika í Seðlabankanum átti viðskiptin við Steinar. Félagið Hraunból ehf. sem var með rúmlega tuttugu milljóna eigið fé fékk Haukur án þess að borga krónu fyrir. Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins í dag.

Þar segir að Steinar hafi meðal annars unnið fyrir Eignasafn Seðlabankans þar sem Haukur var aðalmaðurinn og eins vann Steinar fyrir Linarhvol þar sem Haukur var í stjórn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fréttablaðið óskaði svara frá Seðlabankanum. Án þess að fá eitt einasta svar. Spurt var hvort stjórnendur Seðlabankans þætti eðlilegt að framkvæmdastjóri í bankanum ætti í viðskiptum við Steinar, sem var í miklu viðskiptasambandi við bankann.

Stjórnendur Seðlabankans vísaði í starfsreglur um atvinnuþátttöku starfsmanna og setu í stjórnum. Fréttablaðið segir að svarið ekki eiga eiga við í þessu máli.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: