- Advertisement -

Seðlabankinn: Miklar launahækkanir grafa undan batanum

Efnahagsmál „Mikil hækkun launakostnaðar væri því einnig til þess fallin að grafa undan efnahagsbatanum og þeim afgangi á viðskiptum við útlönd sem býr í haginn fyrir losun fjármagnshafta,“ segir í Peningamálum Seðlabankans sem komu út í morgun.

Þar segir einnig að staðan á vinnumarkaði sé mjög alvarleg og launakröfurnar sé þess eðlis að hætta sé á að þeim árangri sem náðst hefur við að koma verðbólgu og verðbólguvæntingum í markmið verði stefnt í voða. „Einnig er hætta á að launahækkanir sem eru langt umfram framleiðnivöxt valdi því að fyrirtæki leiti leiða til að draga úr launakostnaði, t.d. með því að hægja á ráðningum eða grípa til uppsagna. Samkeppnisábata sem þjóðarbúið hefur náð undanfarin misseri og birtist m.a. í kröftugum útflutningsvexti þrátt fyrir slakan hagvöxt meðal helstu við- skiptalanda yrði einnig teflt í tvísýnu.“

Seðlabankinn er ekki bjartsýnn verði samið um umtalsverðar launahækkanir. „Þótt nokkur óvissa sé um vöxt framleiðni á spátímanum er ljóst að svo miklar launahækkanir eru langt umfram það sem raunhæft er að gera ráð fyrir að framleiðnivöxtur standi undir. Kostnaðarþrýstingur af þeim mun því aukast mikið og einhver hluti hans mun koma fram í hækkun verðlags og þar með aukinni verðbólgu.“

Sjá nánar hér.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: