Fréttir

Seðlabank­inn lækki vexti verulega

By Miðjan

April 24, 2024

Vinnumarkaður „Ég er kát­ur og hress með þess­ar nýju verðbólgu­töl­ur og það er gríðarlega ánægju­legt að sjá að það sem við í breiðfylkingunni stefnd­um að í kjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði er byrjað að skila ár­angri,“ skrifaði Vihjálmur Birgisson.

„Þessi verðbólgu­mæl­ing eru svo sannarlega skýr skila­boð til Seðlabank­ans um að koma með al­vöru lækk­un á vöxt­um í næsta mánuði. Það er mikilvægt að aðrir kjarahópar eins og opinberi vinnumarkaðurinn fylgi launastefnunni sem við mótuðum eftir.

Það að er morgunljóst að verkafólk á hinum almenna vinnumarkaði getur ekki eitt og sér séð um að skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta og verðbólgu.“