Vinnumarkaður
„Ég er kátur og hress með þessar nýju verðbólgutölur og það er gríðarlega ánægjulegt að sjá að það sem við í breiðfylkingunni stefndum að í kjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði er byrjað að skila árangri,“ skrifaði Vihjálmur Birgisson.
„Þessi verðbólgumæling eru svo sannarlega skýr skilaboð til Seðlabankans um að koma með alvöru lækkun á vöxtum í næsta mánuði. Það er mikilvægt að aðrir kjarahópar eins og opinberi vinnumarkaðurinn fylgi launastefnunni sem við mótuðum eftir.
Það að er morgunljóst að verkafólk á hinum almenna vinnumarkaði getur ekki eitt og sér séð um að skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta og verðbólgu.“