Seðlabankinn herðir höftin
Efnahagsmál „Mér finnst í þessu felast yfirlýsing frá Seðlabankanum um að ekkert sé að marka tal ráðamanna um að það eigi að vinda ofan höftunum, losa um höftin. Það er verið að herða á höftunum og menn virðast ekki skeyta neitt um þær afleiðingar sem það getur haft,“ sagði Ólafur Arnarson hagfræðingur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann talaði um ákvörðun Seðlabankans um að stöðva lífeyrissparnað Íslendinga erlendis.
„Við erum komin í eignabólu á fasteignamarkaði, á hlutabréfamarkaði og það eru líka merki um hana á skuldabréfamarkaði. Þetta mun bara auka á þann vanda, hvað gengur Seðlabankanum til í þessu? Ég átta mig ekki á því.“
Ólafur Ísleifsson, einnig hagfræðingur, sagði meðal annars: „Seðlabankinn er þarna í hltuverki sem klæðir hann afar illa. Að vera varðhundur í eftirlitshlutverki að ég ekki tali um að hann sé að túlka lög. Þetta hefur ekki gengið mjög vel hjá bankanum og má nefna ýmis dæmi um það á undanförnum árum. Þetta er ekki gott mál fyrir bankann.“
Viðtalið allt er hægt að heyra hér.