- Advertisement -

Seðlabankinn fann svigrúm

-og hækkaði laun starfsfólksins umtalsvert, mest hækkuðu laun Más Guðmundssonar.

Vilhjálmur Birgisson.

Vilhjálmur Birgisson skrifar: „Eins og allir vita þá er það yfirleitt Seðlabankinn sem sendir skýr skilboð út hvert svigrúm til launahækkana er þegar kjarasamningar verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði eru við það að losna.

En skildi Seðlabankinn fara sjálfur eftir sínum eigin tillögum er lýtur að svigrúmi til launahækkana? Svarið er nei, svo sannarlega ekki enda hafa ekki bara meðallaun starfsmanna Seðlabankans hækkað langt umfram lægstu taxta verkafólks heldur hafa laun Seðlabankastjóra gert það einnig eins og sjá má þessu súluriti.

Ég skoðaði launahækkanir á almennum launataxta verkafólks, meðallauna starfsmanna Seðlabankans og Seðlabankastjóra frá árinu 2011 til ársloka 2017.

Þú gætir haft áhuga á þessum

En þá kemur í ljós að launataxti almenns verkamanns hefur hækkað um 85.000 kr. á mánuði eða 48% meðallaun starfsmanna Seðlabankans hafa hækkað um 361.000 kr. á mánuði eða 59% og sjálfur Seðlabankastjóri hefur hækkað um 780.000 kr. á mánuði eða sem nemur 60%

Það er ekki bara að starfsmenn Seðlabankans hafi hækkað um hundruð þúsunda meira í krónum talið á mánuði en launataxtar verkafólks heldur er hækkunin líka umtalsvert meiri í prósentum!

Svo koma þessir snillingar með tilkynningar um hvert svigrúmið eigi og megi vera að hámarki en fara síðan sjálfir ekkert eftir því og það nema síður sé. Þetta heitir á kjarnyrtri íslensku, hræsni dauðans!“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: