- Advertisement -

Seðlabankinn borgaði hluta málskostnaðar áður en dómur féll

Stjórnsýsla Seðlabanki Íslands greiddi um þriðjung málskostnaðar vegna málskostnaðar Más Guðmundssonar, vegna málaferla hans gegn bankanum. Fyrir þessu eru heimildir. Már Guðmundsson seðlabankastjóri var gestur í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni sunnudaginn 9. mars, þar sem hann svaraði í fyrsta sinn.

Þegar Már var spurður um þetta, gat hann ekki svarað. Viðtalið úr Sprengisandi er hægt að  hlusta á hér.

Hér eru nokkir dæmi úr viðtalinu.

Már, þú vissir alltaf, þó þú tapaðir málinu, að málsksotnaður félli ekki á þig.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það eralgjörlega klárt að ég vissi það í síðasta lagi áður en málið fór í Hæstarétt. Ég hefði ekki farið með það áfram ella. Ég taldi, á þeim tímapunkti, þá voru líkur á að það gæti farið í báðar áttir töluverðar, að ég væri búinn að gera mitt. Að enginn gæti sagt að ég hafi ekki staðið vaktina, að ég hafi farið í þetta mál, tekið á mig mikil óþægindi út af því. Það er mikilvægt að átta sig á hvernig þetta snýr að sjálfstæði Seðlabankans.“

Már sagði að hann og Lára V. Júlíusdóttir, þáverandi formaður bankaráðs Seðlabankans, hafi talað saman um málareksturs hans gegn bankanum.

„Að lokum varð ég að ákveða, ég varð að vera málsaðilinn. Það var í góðri sátt við hana, ég ræddi þetta við hana á öllum stigum máls.“ Már segir að Lára hafi haft á málinu góðan skilning. „Enda var það nokkuð augljóst að þetta var ekki síður hagsmunamál bankans en mitt og rétt að ítreka, að það að bankinn taki að sér málskostnaðinn á sér mörg fordæmi, til dæmis þjóðlendumálin.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: