- Advertisement -

Seðlabankinn ber mesta ábyrgð á aukinni verðbólgu

Marinó G. Njálsson skrifar:

Hún er ótrúleg þessi tregða í kerfinu, að hafi eitthvað einu sinni hækkað, þá er nánast útilokað að það lækki aftur. Þannig að helsta ástæða þess, að verðbólgan jókst milli mánaða, er barátta Seðlabankans við verðbólguna.

Efnahagsmál Verðbólgan heldur áfram að ygla sig og breytingin milli febrúar og mars var tvöföld sú sem ég gerði ráð fyrir og raunar flestir greiningaraðilar líka. Sú mæling ein og sér er hins vegar ekki sökudólgurinn fyrir hárri verðbólgu, en lítið fer á milli mála að árið byrjar ekki vel.

Sé horft til verðbólgu fyrstu þrjá mánuði ársins, þá þarf að fara aftur til júní á síðasta ári til að finna þrjá mánuði með meiri hækkun vísitölu neysluverð. Sé hins vegar horft til breytinga 6 mánuði aftur í tímann, þá er nóg að fara til ágústmánaðar.

Kjarasamningar eru að baki og þeir áttu að leiða til þess, að opinberir aðilar tækju til baka gjaldskrárhækkanir, en af því hefur greinilega ekki orðið. Hún er ótrúleg þessi tregða í kerfinu, að hafi eitthvað einu sinni hækkað, þá er nánast útilokað að það lækki aftur. Þannig að helsta ástæða þess, að verðbólgan jókst milli mánaða, er barátta Seðlabankans við verðbólguna.

Vaxtastefna Seðlabankans er því að auka verðbólguna…

Hvers vegna ættu byggingaraðilar að byggja húsnæði, sem allar líkur voru á að þeir sætu uppi með mánuðum skiptir. Vaxtastefna Seðlabankans er því að auka verðbólguna á tvennan hátt. Annars vegar í vöxtunum sem reiknaðir eru í liðnum reiknuð húsaleiga. Núna í marsmælingunni má búast við að þetta sé ekki undir 1/4 af hækkuninni á liðnum. Hins vegar í því að húsnæði skortir og því hefur óvænt innkoma nokkur hundruð nýrra kaupenda þrýsting á verð til hækkunar.

Sé þróun markaðsverðs íbúðarhúsnæðis samkvæmt mælingu Hagstofu skoðað eitt ár aftur í tímann, þá kemur í ljós að meðalhækkun milli mánaða hefur verið 0,5%, ef hækkuninni milli febrúar og mars er sleppt og 0,2% séu bara síðustu þrír mánuðir teknir (án síðustu mælingar). Því má segja, að húsnæðisskortur sé orsök 100-140 punkta af þeim 160 sem markaðsverð hækkað í síðustu mælingu.

Samanlagt á því Seðlabankinn 150-190 punkta af 210 punkta hækkun á liðnum reiknuð húsaleiga núna í mars. Þannig að helsta ástæða þess, að verðbólgan jókst milli mánaða, er barátta Seðlabankans við verðbólguna. Já, stundum er sannleikurinn hverjum manni sárastur!

Greinin birtist fyrst á Facebooksíðu Marinós. Hún er birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: