- Advertisement -

Seðlabanki hafi eftirlit með sjálfum sér

Varað er við samruna Seðlabanka og Fjármálaeftirlits.

Þosteinn Víglundsson.

 „Fyrir efnahags- og viðskiptanefnd hefur komið fjöldi gesta sem eindregið hefur varað við því að að samruna verði staðið með þeim hætti sem hér er lagt til, þ.e. fullur samruni þessara tveggja mikilvægu hornsteina, getum við sagt, í íslensku efnahagslífi,“ sagði Þorsteinn Víglundsson í þingræðu.

„Góð og gild rök eru færð fyrir þeim aðvörunarorðum, þau snúast í raun um ákveðin grundvallaratriði sem við hefðum kannski átt að hafa lært eftir algjört efnahagshrun hér fyrir réttum áratug. Það er einmitt aðgreining valds og að blanda aldrei saman framkvæmd og eftirliti með þeirri sömu framkvæmd innan sömu stofnunar eins og lagt er til að verði gert. Kauphöllin varar mjög eindregið við því að þessi leið verði farin, að Seðlabankanum verði falið eftirlit með sjálfum sér sem einum stærsta markaðsaðila á innlendum verðbréfamarkaði,“ sagði hann.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þorsteinn sagði því næst: „Því til viðbótar má velta upp öðru sem er að ráðherra hafi í ákveðnum tilfellum neitunarvald hvað varðar ákvarðanir sjálfstæðs seðlabanka, hvað varðar ákvarðanir sem snúa að framkvæmd peningastefnu og þeirra úrræða sem bankinn hefur til að tryggja fjármálastöðugleika.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: