- Advertisement -

Seðlabanki Davíðs fór sérleið í aðdraganda hrunsins

Seðlabankar gerðu með sér gjaldeyrisskiptasamninga. En ekki Seðlabanki Íslands.

Úr maíhefti Mannlífs 2008: „Í Fjármálastöðugleika, riti Seðlabankans, sagði á síðasta ári: „Heilbrigði fjármálakerfisins er nauðsynleg forsenda hagstæðrar framvindu í efnahagsmálum og virkrar stefnu í peningamálum. Á undanförnum árum hafa fjármálaáföll riðið yfir víða um heim með víðtækum afleiðingum fyrir viðkomandi lönd og alþjóðlegt fjármálakerfi. Fjármálaáföll eru truflun eða skyndileg breyting á starfsemi fjármálafyrirtækja eða markaða sem hefur marktæk neikvæð áhrif á efnahagsþróun. Erfiðleikar í einu fjármálafyrirtæki, eða mikil verðbreyting á einum eignamarkaði, sem ekki hefur víðtæk áhrif á fjármálakerfið í heild og/eða á efnahagsstarfsemina, telst því ekki fjármálaáfall. Afdrifaríkustu fjármálaáföllin eru bankaáföll og gjaldeyrisáföll. Fjármálaáföll sem ógna fjármálakerfinu í heild kunna að krefjast sérstakra neyðaraðgerða af hálfu seðlabanka og/eða annarra opinberra aðila. Því er mikilvægt að treysta undirstöður fjármálakerfisins í hverju landi fyrir sig og að fylgjast með þáttum sem grafið gætu undan trúverðugleika þess.

Þegar sérstaklega stendur á og Seðlabankinn telur að fyrirgreiðsla hans sé nauðsynleg til að varðveita traust á fjármálakerfi landsins eða að möguleiki sé á keðjuverkun vegna erfiðleika eins fjármálafyrirtækis getur hann gripið inn í til þess að fleyta viðkomandi fjármálafyrirtæki tímabundið yfir þá erfiðleika sem það kann að hafa ratað í vegna lausafjárvanda.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er öllum ljóst og hefur verið lengi að stærð bankanna hefur kallað á ný viðbrögð. Samt er deilt á Seðlabankann um að hafa ekkert aðhafst, eða allavega ekki nóg. Seðlabankar annarra landa, landa sem búa við miklu öruggari og viðurkenndari gjaldmiðil, hafa gert með sér gjaldeyrisskiptasamninga, en íslenski Seðlabankinn hefur ekki fyllt fordæmi þeirra.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: