Fréttir

Seðlabankastjóri og hans fólk á orðið erfitt að lifa undir ofríki hinna auðugu

By Gunnar Smári Egilsson

April 23, 2021

Gunnar Smári skrifar:

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri: „Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiriháttar mál að lenda uppi á kant við þá.“

Pælið aðeins í þessu. Það er Seðlabankastjóri sem segir þetta. Hann og hans fólk á orðið erfitt að lifa undir ofríki hinna auðugu, innan alræðis auðvaldsins. Hvernig haldið þið að álagið sé fyrir venjulegt fólk, sjómenn sem eiga atvinnu sína og afkomu undir þessu, eða fólk sem hefur minni bjargir til að verja sig?