Seðlabankastjóri fer í hringi
Marinó G. Njálsson skrifar: Seðlabankastjóri fer í hringi. Fyrir um 18 mánuðum varði hann sterkt gengi krónunnar með því að raungengi krónunnar væri einfaldlega að hækka. Núna þegar gengið hefur sigið um 25% frá þeim tíma, þá segir hann:
„Sagði hann að bankinn myndi ekki láta gengi krónunnar veikjast vegna útstreymis aflandskróna. Það ætti eftir að koma í ljós hversu mikið inngripið gæti verið, meðal annars vegna innflæðis. Þannig gæti bankinn verið virkari innan dags þegar talið er að gengið samræmist ekki raungenginu eða að komið sé að einhvers konar spíral.“
Hvernig getur raungengið bæði verið rétt núna og fyrir 18 mánuðum? Getur einhver skýrt þetta út fyrir mér? Vissulega er verðbólgan á þessum 18 mánuðum eitthvað yfir 4%, en það skýrir ekki að nafngengisbreyting upp á 25% valdi réttu raungengi bæði fyrir og eftir nafngengisbreytinguna. Vorið 2017 spáði Seðlabankinn vissulega veikingu gengis á þessu ári, en sú spá hljóðaði upp á um 6% veikingu. Ef 6% veiking var það sem bankinn bjóst við, þá er „raungengið“ í dag alveg út úr kortinu miðað við væntingar bankans á þeim tíma. Hvernig getur gengið hafa verið rétt raungengi bæði skiptin?
Fengið af Facebooksíðu Marinós.