- Advertisement -

Seðlabankastjóri fer í hringi

Marinó G. Njálsson.

Marinó G. Njálsson skrifar: Seðlabankastjóri fer í hringi. Fyrir um 18 mánuðum varði hann sterkt gengi krónunnar með því að raungengi krónunnar væri einfaldlega að hækka. Núna þegar gengið hefur sigið um 25% frá þeim tíma, þá segir hann:

„Sagði hann að bank­inn myndi ekki láta gengi krón­unn­ar veikj­ast vegna út­streym­is af­l­andskróna. Það ætti eft­ir að koma í ljós hversu mikið inn­gripið gæti verið, meðal ann­ars vegna inn­flæðis. Þannig gæti bank­inn verið virk­ari inn­an dags þegar talið er að gengið sam­ræm­ist ekki raun­geng­inu eða að komið sé að ein­hvers kon­ar spíral.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvernig getur raungengið bæði verið rétt núna og fyrir 18 mánuðum? Getur einhver skýrt þetta út fyrir mér? Vissulega er verðbólgan á þessum 18 mánuðum eitthvað yfir 4%, en það skýrir ekki að nafngengisbreyting upp á 25% valdi réttu raungengi bæði fyrir og eftir nafngengisbreytinguna. Vorið 2017 spáði Seðlabankinn vissulega veikingu gengis á þessu ári, en sú spá hljóðaði upp á um 6% veikingu. Ef 6% veiking var það sem bankinn bjóst við, þá er „raungengið“ í dag alveg út úr kortinu miðað við væntingar bankans á þeim tíma. Hvernig getur gengið hafa verið rétt raungengi bæði skiptin?

Fengið af Facebooksíðu Marinós.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: