- Advertisement -

Seðlabankastjórinn ber bara ábyrgð á peningum

Stjórnsýsla Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics, var í ítarlegu viðtali í þættinum Sprengisandur fyrir fáum vikum. Meðal annars var rætt um fyrirhugaðar breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands og ekki síst þá ætlan að fjölga bankastjórunum úr einum í þrjá.

„Ég verð að segja einsog er, eftir að hafa hugsað mikið um málið, þá er skýrslan og greinagerðin ekki mjög vönduð. Það eru margir vankantar á þessu. Þá helst tveir; aðallega fjöldi bankastjóranna og svo hæfniskröfurnar,“ sagði Jón Daníelsson.

„Fyrst um fjöldann. Við erum almennt með einn leiðtoga. Sigmundur Davíð er einn forsætisráðherra, Bjarni Ben er einn fjármálaráðherra, við erum með einn forseta lýðveldisins, einn forseta Hæstaréttar og við erum með einn biskup. Í atvinnulífinu erum við með einn skipstjóra. Í öllum þessum stöðum er fólk sem gengir mjög ábyrgðarmiklum og mikilvægum störfum. Enginn efast um að einn aðili eigi að bera ábyrgðina. Skoðum síðasta dæmið betur. Ímyndum okkur að Alþingi setti lög um að það yrðu að vera þrír skipstjórar sem er sambærilegt við að hafa þrjá Seðlabankastjóra. Ég huga að öllum þætti fáránlegt að hafa þrjá skipstjóra. Við viljum að einn beri ábyrgð. Sagt er að Seðlabnakastjóri sé mikilvægt starf. Hugsum út í að skipstjóri ber ábyrgð á lífi og limum sinna undirmanna. Seðlabankastjóri ber bara ábyrgð á peningum. Við viljum hafa einn skipstjóra og með sömu rökum á að vera bara einn Seðlabankastjóri.“

Jón nefndi dæmi frá öðrum löndum. Í Danmörku eru þrír sem bera titilinn, en aðeins einn skipaður af Margréti drottningu. Og hann er fremstur bankastjóranna. Í Bretlandi efast enginn um að McCarney er aðalbankastjórinn, hann komi fyrir þingnefndir og er helsti talsmaður bankans. „Hann er fulltrúi hans erlendis, hann er einn bankastjóri.“ Jón sagði almennt vera einn seðlabankastjóri sem hafi nána undirmenn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég var að hugsa um hæfniskröfurnar. Þar er gert ráð fyrir að Seðlabankastjórar skuli hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu af fjármálastarfsemi og efnahags- og peningamálum. Ég er hagfræðingur og það eru margir mætir menn í þeirri stétt. En það þýðir ekki að ég myndi treysta flestum þeirra til að verða Seðlabankastjórar. Ímyndum okkur eftirfarandi aðstæður; tveir sækja um stöðuna, annar með BA-gráðu í heilsuhagfræði, hefur unnið í banka í nokkur ár, sá teldist hæfur. Hinn umsækjandinn er með doktorspróf í lögfræði, hefur sérhæft sig í lögfræði fjármálamarkaða, lögfræði seðlabanka, hefur unnið í fjármálastöðugleika, hefur unnið í Seðlabankanum og bönkum hér og erlendis. Það myndu allir telja lögfræðingurinn væri hæfari en samvkæmt lögunum yrði að ráða þann sem allir teldu vanhæfari. Það þarf að vera meiri sveigjanleiki.“

Jón nefndi dæmi frá öðrum löndum, máli sínu til stuðnings.

Við vorum með þrjá bankastjóra, en engum duldist að einn var aðalbankastjóri.

„Ég var oft spurður af kollegum mínum erlendis hvers vegna við vorum með svona skrýtið kerfi. Það þótti undarlegt að vera með þrjá Seðlabankastjóra. Ég held að almennt sé talið að það hafi ekki gefist vel á sínum tíma. Ég held að það sé misráðið að endurvekja það kerfi núna.“

Jón segir brýnt að nafnleynd þegar sótt er um stöðu Seðlabankastjóra.

 

Hér má heyra viðtalið en umræðan um Seðlabankann er á frá 11:23 til 25:30.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: