Alþingi Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingar, spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvort hann telji koma til greina að hafa opinbera verðstýringu á eldsneyti, í framhaldi af könnun Samkeppnisyfirlitsins.
Bjarni sagðist telja það vera afleita lausn á þeim vanda sem við blasi. Og til að það geti orðið verði þá öll ollíufélögin að kaupa bensín og olíur frá sama seljanda.
Helgi vakti athygli á að Samkeppniseftirlitið segi að hver lítri hafi kostað um tuttugu krónum og mikið, sem nema meira en fjórum milljörðum á ári.
Bjarni sagði þetta vissulega vera fákeppnismarkað, en á honum ríki eigi að síður samkeppni. Ráðherra sagðist ekki hafa séð nein merki um að félög hafi verið með ofurálagningu eða stundað brot gegn neytendum.