- Advertisement -

SDG vill í ríkisstjórnina í stað Vinstri grænna og uppnefnir Framsókn

„Er eitt­hvað fleira sem við get­um gert fyr­ir ykk­ur? Eða líður ykk­ur best í faðmi þeirra sem fyr­ir­líta gömlu grunn­stefn­una ykk­ar og þeirra sem segj­ast „bíða átekta“?“

Þannig endar ný Moggagrein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Sigmundur Davíð nánast skorar á Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk að losa sig við Vinstri græn og taka við Miðflokknum í þeirra stað í ríkisstjórnina.

Aðeins fyrr í greinin stendur þetta: „Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur í þessu rík­is­stjórn­ar­sam­starfi leitt mestu út­gjalda­aukn­ingu rík­is­sjóðs frá land­námi, skatt­ar og gjöld hafa hækkað, verðbólga (og fyr­ir vikið vext­ir) hef­ur snar­hækkað, út­lend­inga­mál eru í tómu tjóni (sjá magnaða grein Sig­ríðar Á. And­er­sen um það), Nýja Fram­sókn hef­ur fengið að leika laus­um hala og hver ein­asta dellu­kenn­ing VG hef­ur verið rek­in áfram af hörku af hálfu Sjálf­stæðis­flokks­ins.“

SDG gleður eflaust ekki fyrrum félaga sína í Framsókn þegar hann nefnir Framsóknarflokkinn sem „Nýju Framsókn“.

Grein formanns Miðflokksins er löng. Hér er aðeins agnarögn af greininni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: