Fréttir

SDG: Stofnar skrifstofu þjóðhagsmála

By Miðjan

October 21, 2015

Stjórnmál Forsætisráðherra hefur ekki einungis endurvakið embætti húsameistara ríkisins. Hann hefur einnig sett á laggirnar skrifstofu þjóðhagsmála.

„Hlutverk skrifstofu þjóðhagsmála verður að greina stöðu og þróun efnahagsmála innanlands og utan, meta horfur í efnahagsmálum og móta tillögur í málaflokknum fyrir forsætisráðherra og ríkisstjórn á hverjum tíma. Skrifstofa þjóðhagsmála mun hafa umsjón með ráðherranefndum um efnahagsmál og ríkisfjármál, en viðbúið er að vægi og umfang nefndarstarfsins aukist verulega samhliða gildistöku nýrra laga um opinber fjármál, sbr. frumvarp sem er til meðferðar á Alþingi. Þá mun Hagstofa Íslands færast undir skrifstofu þjóðhagsmála. Skrifstofan mun fyrir hönd ráðuneytisins sinna samskiptum við aðila fyrirhugaðs þjóðhagsráðs og vera ráðinu til aðstoðar. Samhliða skipun í embætti  skrifstofustjóra á skrifstofu þjóðhagsmála verður starf efnahagsráðgjafa forsætisráðherra og ráðherranefnda ríkisstjórnarinnar lagt niður,“ segir á vef forsætisráðuneytisins.