Fréttir

SDG: Stjórnarandstaðan slær Íslandsmet

By Miðjan

December 14, 2015

Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði á Alþingi rétt í þessu að stjórnarandstaðan myndi setja Íslandsmet í málþófi. Hann sagðist óska þingmönnum til hamingju með metið og sagðist óska þess að metið yrði svo gott að það muni standa um aldur og ævi.

Óhætt er að segja að ræða forsætisráðherra létti ekki andrúmsloftið í þinginu.