- Advertisement -

SDG: Niðurstaða sem er augljóst klúður

Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði, á Alþingi í dag, þegar hann svaraði Árna Páli Árnasyni um sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun.

Ráðherra sagðist sammála Árna Páli varðandi bæði mikilvægi þess að tryggja að ríkið fái sem mest fyrir þær eignir sem það ákveður að selja eða stofnanir þess og fyrirtæki og eins um að upplýsa þurfi um hvernig þetta gat gerst. „Niðurstaða sem er augljóst klúður.“

„…þingið hefur úrræði til þess að skoða þetta mál áfram og fylgja því eftir og fá svör við þeim spurningum sem hv. þingmaður hefur varpað fram. Ég styð þingið í því.“

Árni Páll Árnason„Ég held að það skipti okkur afskaplega miklu máli, vegna þess að við erum nú með til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd frumvarp, sem gerir ráð fyrir að eignasafn Seðlabankans taki yfir um 60 milljarða af eignum frá kröfuhöfum og komi þeim í verð, að við búum til umgjörð sem enginn vafi er á að tryggi jafnræði, gagnsæi og samkeppni um þær eigur sem ríkið er að láta frá sér,“ sagði Árni Páll.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þessi mikla áhersla á að stjórnmálin komi hvergi nærri, það má velta því fyrir sér í þessu samhengi hvort menn geti jafnvel gengið of langt í því efni. Kannski þurfa stjórnmálin, fulltrúar almennings, að hafa fleiri tækifæri til að skipta sér af; ekki til að skipta sér af daglegum rekstri banka eða slíku heldur til að grípa inn í ef eitthvað fer augljóslega úrskeiðis,“ sagði forsætisráðherrann að lokum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: