Stjórnmál

SDG: Markmið Bjarna er að auka útjöldin

By Ritstjórn

December 08, 2021

„Þetta er áhugavert að heyra frá fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, að það sé sérstakt markmið að útgjöld haldi áfram að aukast.“

„Eitt af því sem vekur sérstaka athygli eru útgjöld vegna loftslagsmála. Þar upplýsti hæstvirtur ráðherra okkur um það að útgjöldin hefðu aukist verulega og myndu aukast verulega áfram,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Alingi.

„Það væri sérstakt markmið, alveg sérstakt markmið, þessarar ríkisstjórnar að útgjöldin héldu áfram að aukast. Þetta er áhugavert að heyra frá fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, að það sé sérstakt markmið að útgjöld haldi áfram að aukast. Markmiðið, að sögn hæstvirtur ráðherra, er að auka útgjöldin um a.m.k. milljarð á ári þannig að aukningin verði í heild komin í um 10 milljarða, bara aukningin miðað við það sem hafist var handa með í lok kjörtímabilsins. Og hvar á þetta að enda ef sams konar ríkisstjórn heldur áfram á næsta kjörtímabili? Hvar á þetta enda fyrst að markmiðið er einfaldlega það að auka útgjöldin? Markmiðið er ekki að skila tilteknum árangri, alla vega ekki árangri sem hefur verið útskýrður, hvað þá hvernig eigi að ná þeim árangri. Markmiðið er að auka útgjöldin. Þetta kynnir hæstv. fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, fyrir þinginu nú. Það er sérstakt markmið hjá þessari ríkisstjórn að auka útgjöld.“