Fréttir

SDG: Mælir með raunveruleikaþáttum um Brynjar Níelsson

By Ritstjórn

October 13, 2020

„Eftir síðustu færslu fékk ég hugmynd.

Ríkissjónvarpið ætti að framleiða raunveruleikaþætti um Brynjar Níelsson.

Allir yrðu glaðir. Sumir fengju ánægjuna af því að skrifa hneykslunartíst vikulega.

Aðrir myndu fá að njóta skemmtiefnis á rúv eins og í þá gömlu góðu. Allir gætu borgað nefskattinn með meiri gleði,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og bætir við:

„Ég gæti svo verið með spjallþætti á föstudagskvöldum til að auka hlutlægni (engin þráhyggja gagnvart einstaklingum eða flokkum), draga úr neikvæðni og auka áhorf.“

Myndin er fengin úr færslu Sigmundar Davíðs.