Stjórnmál

SDG í bankasölumálinu: Ekki betra að einkabanki viðhafi vaxtapíningu

By Miðjan

January 19, 2021

„Þetta er ekki heilbrigt fyrirkomulag og sést best á því að þrátt fyrir ítrekaðar vaxtalækkanir Seðlabankans þá borga almenningur og fyrirtækin í landinu enn allt of háa vexti. Með öðrum orðum, bankarnir hafa ekki fylgt Seðlabankanum. Þetta gerist við þær aðstæður þegar fyrirtækin í landinu og heimilin eru hvað síst í stakk búin til að borga óeðlilega háa vexti. Þetta bitnar sérstaklega á litlu og meðalstóru fyrirtækjum landsins. Það er ekki betra að einkabanki viðhafi vaxtapíningu eða vaxtaokur heldur en ríkisbanki. Áður en ráðist er í einkavæðingu bankans þurfum við að sjá betur til lands varðandi hvernig við viljum skipuleggja fjármálakerfið á Íslandi eða sjá það þróast,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins á Alþingi, í umræðunni um bankasölumálið.