- Advertisement -

SDG: Bjarni boðaði ekkert nýtt í Valhöll

Ég vona að Sjálfstæðisflokkurinn taki upp sjálfstæðisstefnuna í þessu máli og öðrum fullveldismálum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var lítt hrifinn af ræðu Bjarna Benediktssonar sem hann flutti í Valhöll í dag:

„Maður hefði haldið að formaður Sjálfstæðisflokksins, sá ágæti maður, myndi boða eitthvað nýtt í orkupakkamálinu fyrst blásið var til opins fundar í Valhöll.

Í staðinn flutti hann gömlu línuna um að orkupakkinn hafi þegar verið orðinn til þegar ég var í ríkisstjórn. Jú pakkinn hafði lengi verið til en samt innleiddum við hann ekki. Auk þess heyrði málið ekki undir mig, ekki frekar en fjármálaráðherra á þeim tíma (hver sem það nú var).

Þú gætir haft áhuga á þessum

Málið heyrði hins vegar undir ráðherra Sjálfstæðisflokksins en ekki ætla ég að gagnrýna þann góða ráðherra enda innleiddi hann ekki orkupakkann.

Á fundinum í Valhöll fylgdu svo endurteknar fullyrðingar um að málið feli ekki í sér framsal valds yfir orkumálum eða að það sé að minnsta kosti „afmarkað”.

Á meðan gerist það í raunheimum að ESB fer í mál við Belgíu fyrir að framfylgja ekki 3. orkupakkanum nógu vel. 
Hvað gerðu Belgar af sér? Þeir létu sér detta í hug að belgískir kjósendur og fulltrúar þeirra ættu áfram að hafa eitthvað um orkumál að segja þrátt fyrir innleiðinguna.

Það er því þegar komið fram raundæmi um það sem Arnar Þór Jónsson dómari og fleiri hafa varað við.

Ég vona að Sjálfstæðisflokkurinn taki upp sjálfstæðisstefnuna í þessu máli og öðrum fullveldismálum.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: