- Advertisement -

Sautján nýir aðstoðarmenn þingmanna kosta jafn mikið og SÁÁ vantar

SÁÁ getur gert betur, tekið fleiri í meðferð en nú er gert. Til að svo verði þarf SÁÁ um 200 milljónir til viðbótar. Fjármálaráðherra hefur ekki sýnt neina viðleitni til að koma til móts við SÁÁ.

Á sama tíma er ákveðið að fjölga aðstoðarmönnum þingmanna um sautján. Það kostar sitt.

Á ruv.is má lesa þetta:

„Þegar þetta er að fullu komið til framkvæmda, hvað er þetta mikil viðbót við kostnað við rekstur Alþingis á ári?

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það hleypur auðvitað eitthvað talsvert á annað hundrað milljónir króna að sjálfsögðu, 17 aðstoðarmenn, 150 til 200 milljónir sem þurfa að bætast við í þennan lið,“ segir Steingrímur. Hann fagnar þessu og segir að þessi skref séu í samræmi við stjórnarsáttmálann, að efla og styrkja Alþingi. „Það er ánægjuefni að við erum núna að sækja fram á nýjan leik, við erum að byggja upp og efla starfsemi þingsins eftir tíu ára hlé og þess sést stað í mörgum þáttum að ónefndu að sjálfsögðu því að um þetta leyti í lok árs 2021 verður vonandi risin hér bygging yfir kjarnastarfsemi þingsins aðra en þingfundina.““

Peningarnir eru sannanlega til. Forgangsröðin er það líka.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: