- Advertisement -

Sáttmálinn verður ekki banabitinn

Leiðari Sáttmáli ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fellir ekki ríkisstjórnina. Það sem er ekki hægt að skrifa þar, það sem er ekki hægt að sjá fyrir kann að verða ríkisstjórninni að falli. Til þess hefur verið mikill munur á viðhorfum flokksmanna í Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum þegar kemur að siðferði.

Hafi ekki orðið hugarfarsbreyting í herbúðum VG verður að telja ólíklegt að ríkisstjórninni lafi lengi. Nú þegar rétt er búið að ýta úr vör er komið upp mál sem að óreyndu er erfitt að sjá VG gleypa. Æra margra þar á bæ er undir. Hvert skref Vinstri grænna verður erfitt.

Bakki þau dómsmálaráðherra upp í Landsdómsmálinu fórna þau eigin trúverðugleika og pólitískri innistæðu sinni. Að ganga í hina áttina getur þýtt stjórnarslit. Kostirnir eru bara vondir.

Sigurjón M. Egilsson.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: