Fréttir

Sanngirniskrafa ISAL, segir SA

By Miðjan

December 05, 2015

Vinnumarkaður „Kjarni málsins er því sá að ISAL býr eitt fyrirtækja í landinu við kjarasamning sem takmarkar heimildir þess til að leita til verktaka við að sinna ýmis konar stoðstarfsemi og getur því ekki leitað hagkvæmustu lausna í rekstrinum. Verkalýðshreyfingin hefur í verki tekið undir þau sjónarmið að íslensk fyrirtæki búi ekki við takmarkanir á borð við þær sem kjarasamingur ISAL setur. Í yfirstandandi kjaraviðræðum hafa SA og ISAL sett þá sanngirniskröfu á oddinn að fyrirtækið búi við sömu aðstæður og önnur fyrirtæki í landinu um notkun verktaka. Fyrirtækið hefur jafnframt lýst því yfir að öllum starfsmönnum sem sinna störfum, sem verktökum yrði hugsanlega falið í kjölfarið, verði boðin önnur störf í fyrirtækinu. Í ljósi alls þessa er andstaða verkalýðshreyfingarinnar við sjálfsagðar kröfur ISAL óskiljanleg.“

Sjá nánar hér, á vef Samtaka atvinnulífsins.