- Advertisement -

Sanngirnisbætur til þeirra sem misstu heimilin sín

Gunnar Smári skrifar: Ég held að óhjákvæmilegt sé að þær fjölskyldur sem voru sviptar heimilum sínum eftir Hrunið fái sanngirnisbætur eins og önnur fórnarlömb ofbeldis hafa fengið. Samkvæmt upplýsingum opinberra aðila voru um 9200 heimili sett á nauðungarsölu.
Ef hvert þeirra fengi um 15 milljónir króna í sanngirnisbætur, sem er útborgun í íbúð upp á um 40 m.kr., þá væru þetta um 140 milljarðar króna. Við þurfum ekki að staðgreiða þetta á morgun, það má finna leið til fjármagna þetta svo greiða mætti framlagið niður yfir lengri tíma, tíu til fimmtán ár.
Til að fjármagna þær mætti til dæmis framlengja bankaskattinn, leggja auðlegðarskatt á hin allra ríkustu eða hækka fjármagnstekjuskatt.
Venjið ykkur við tilhugsunina, þetta er óhjákvæmileg niðurstaða. Upptaka á heimilum fólks eftir Hrunið voru mestur hörmungar sem gengið hafa yfir þjóðina síðan móðuharðindin, þær verða ekki þagaðar í hel.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: