- Advertisement -

Sannfærður um að mikill meirihluti Íslendinga vill halda landinu í byggð

Ásmundur Einar Daðason skrifaði:

Ég er sannfærður um að mikill meirihluti Íslendinga vill halda landinu í byggð lengur en vikuna fyrir og eftir verslunarmannahelgi. Einn liður í því er dreifing opinberra starfa. Sú jákvæða reynsla sem hefur skapast af því staðsetja stofnanir og starfsemi á landsbyggðinni á að vera okkur hvatning til að stíga frekari skref í þessum efnum. Það er gamaldags hugsun að allar opinberar stofnanir þurfi að vera staðsettar í Reykjavík og helst í litlum radíus kringum miðbæinn.

Hvað varðar nýlegar fréttir þessu tengdar þá erum við að setja aukinn kraft í brunamálin með því að setja upp nýja deild innan Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem á að halda utan um alla stjórnsýslu brunamála. HMS er í dag með tvær starfsstöðvar, í Reykjavík og á Sauðárkróki þar sem umsýsla húsnæðisbóta fer fram. Það er fullkomlega eðlilegt að þegar verið að setja upp nýja deild og fjölga stöðugildum innan stofnunarinnar þá sé horft til þess að það geti orðið á báðum þessum starfsstöðvum. Við ætlum að efla allt sem lítur að brunavörnum og starfsmannafjöldi sem mun sinna stjórnsýslu brunamála mun tvöfaldast á næstunni og lögð verður aukin áhersla á forvarnir og eftirlit.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á tyllidögum tala allir um að fjölga störfum á́ landsbyggðinni en þegar það er gert er gagnrýnin alltaf sú́ að það sé́ verið að veikja stofnunina og skilja eftir þekkingu í borginni. Það vill nú́ bara þannig til að það er bæði hægt að fjölga störfum á́ landsbyggðinni og efla starfsemi og þekkingu.

Er stoltur af því að vera í stjórnmálaflokki sem þorir að láta verkin tala í þessu efni og ég mun áfram beita mér fyrir því að opinber störf dreifist um landið. Áfram veginn!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: