- Advertisement -

Sanna númer eitt og hrun Framsóknar – Vinstri græn mælist með sáralítið fylgi

„Það kann ekki að koma á óvart að tekjulægra fólk greiddi Sönnu frekar atkvæði sitt á sama tíma og Hildur nýtur mest fylgis meðal þeirra tekjuhærri.“

Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósílalistaflokki er sá borgarfulltrúi sem kjósendur hafa mestar mætur á. Þetta kemur fram í könnun sem Maskína gerði. Dagur B. Eggertsson kom næstur Sönnu. Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisfflokki varð þriðja.

„Það kann ekki að koma á óvart að tekjulægra fólk greiddi Sönnu frekar atkvæði sitt á sama tíma og Hildur nýtur mest fylgis meðal þeirra tekjuhærri,“ segir í frétt Vísis.

Merkileg er útreið Framsóknarflokksins. Framsókn fékk 18,7 prósent í kosningunum en í könnun Maskínu mældist fylgið aðeins 8,2 prósent. Píratar taka stökk í hina áttina, það er upp á við. Fengu 11,6 prósent í kosningunum en mældust nú með 20,4 prósent.

Samfylkingin er stærst flokkanna, mælist ,eð 23,4 prósent, Sjálfstæðisflokkur með 22,3 prósent og Píratar eins og áður sagði 20,4 prósent.

Sósílalistaflokkurinn mælist með 9,6 prósent, Framsókn með 8,2 prósent og Viðreisn 6,8 prósent. Flokkur fólksins fær 3,8 prósent, VG 3,3 prósent og Miðflokkurinn 2,2 prósent.

Flokkur forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, virðist vera að hverfa af sviðinu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: